Fimmtudagur til fótar (og handar)…

Í gærkvöldi var fyrsta kvöldið á árinu sem ég hætti að vinna snemma (klukkan sjö) og settist fyrir framan sjónvarpið og glápti á það það sem eftir lifði kvöldsins! Og það sem meira var, ég var að glápa á fótbolta! Gleði, gleði, gleði alla tíð! Sá United vinna granna sína í Blackburn 2-1 og komast þar með í úrslitaleik deildarbikarsins. Ekki amalegt kvöld þar á ferð!

Í dag byrjar svo EM í handbolta. Við (Íslendingar sem búa í Danmörku) hugsuðum okkur gott til glóðarinnar þar sem Ísland og Danmörk eru saman í riðli að við gætum séð alla leiki Íslands í riðlinum. En það er nú aldeilis ekki! Við getum séð einn leik og það er einmitt leikurinn við Dani á morgun. En það er þó ekki svo að Danirnir sýni bara dönsku leikina, nei, nei, því þeir sýna líka alla þýsku leikina líka!?!?! Hvað er í gangi??? Vita þeir ekki að það búa ca. 10.000 Íslendingar í Danmörku (gætu þó mögulega verið fleiri Þjóðverjar) sem þrá ekkert heitara en að geta horft á þessa leiki?!?!? Þjóðverjarnir geta þó allavega náð þýsku stöðvunum hér í Danmörku. Vér mótmælum allir!

Og að allt öðru: Endalaust rugl!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: