Sunnudagssæla…

Þeir sem þekkja mig vita að ég get verið svolítið latur stundum (var oft kallaður Laddi lati í boltanum í gamla daga t.d.). Því er það meira en við hæfi að ég skuli eiga ‘letibuxur’! Svei mér þá ef þetta eru ekki bara uppáhaldsbuxurnar mínar. Ætla jafnvel að ganga svo langt og segja að þetta sé sennilega sú flík sem ég held mest uppá. Þið vitið hvað ég er að tala um, mjúkt bómullarefni, ca. 1-2 númerum of stórar, engan veginn hæfar almenningi! Hef eytt töluverðum tíma undanfarið í téðum buxum því að ef maður er að vinna heima í stofunni eins og ég, þá er svona ‘letigalli’ eina vitið…

Við hjónin erum meira að segja saman í þessum ‘letibuxnapakka’. Ekki svo að skilja að við séum bæði í einhverri leti, nei, aldeilis ekki. Hún er á fullu að lesa fyrir próf (sem er á morgun btw) og ég á fullu að vinna (meira að segja á sunnudegi (ekki segja ömmu samt)). Og þegar ‘ástandið’ er svona á heimilinu þá er sko reynt að hafa það eins gott og hægt er til að reyna að vega upp á móti leiðindunum við það að þurfa að læra/vinna. Gos, snakk, nammi, it’s all good! 😉

Á morgun gerist svo skrýtinn hlutur, ég verð einn heima megnið af deginum í fyrsta skipti í ár! Ætla að halda uppá það með því að gera nákvæmlega það sama og alla aðra daga (nema einstaka laugardaga og sunnudaga), vinna…

Auglýsingar

5 responses to “Sunnudagssæla…”

 1. Sigríður says :

  Já, minn sunnudagur felst í því að drekka kaffi og teikna analytisk og teknisk tegning af eggjabakka.. (í gallabuxum samt..en það er bara því ég er svo kúl..alltaf..)

 2. Skaffen-Amtiskaw says :

  Og þú’rt bara að rugli dói. Ömmu er alveg sama um sunnudaga. Það eru laugardagarnir sem eru hvíldardagar.

 3. Laddi says :

  Nokkuð greinilegt að aðventistar eru þá ekki bókstafstrúar, ekki man ég til þess að hvíldardagar væru laugardagar í Biblíunni (hef þó ekki lesið hana). Annars ætti maður bara að taka ‘the best of both worlds’ og hafa bara hvíldardag báða dagana, alltaf! 😀

 4. sólveig says :

  Heyrðu! Ágæti mágur…
  …hvernig væri það að fara að bæta inn svosem nokkrum myndum inná þessa forlátu myndasíðu ykkar.
  Mér þætti það einkar skemmtilegt að fá að líta á nokkrar klausur úr lífi ykkar þarna handan hafsins!
  Goð hugmynd ? eiii…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: