…og enn tórir hann!

Er semsagt ekki enn farinn að sofa síðan ég henti inn færslunni í gær (rétt slapp fyrir miðnættið). Erum að reyna að klára verkefni í vinnunni og þá verður stundum að taka sig til og taka nótt dauðans til að það hafist…

Nóttin í nótt var sérdeilis skemmtileg því það klikkaði bókstaflega allt sem klikkað gat (líka ég, er orðinn frekar klikkaður á þessu öllu saman). Server-inn fór ekki í gang, þegar hann fór loksins í gang þá virkaði ekki eitthvað á honum og bla bla bla bla bla. Hefði svosem getað sagt mér þetta sjálfur strax í upphafi, þú gerir engin kraftaverk föstudaginn þrettánda…

Þetta ástand dygði nú sennilega til að æra óstöðugan en heppilega er ég með þeim stöðugri í bransanum og segi bara: „Áfram með smjérið, upp með fjérið, það er alveg kjérið!“ (ætla samt að fara að sofa bráðlega)…

Hvenær ætli gamla góða flámælið komist aftur í tísku?

Auglýsingar

One response to “…og enn tórir hann!”

  1. Ekki jonni ;) says :

    kannski áramótaheitið hefði í staðinn átt að vera: „ekki að gera allt á síðustu stundu…“

    pæling.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: