Eitt sinn skáti…

Held að það sem ég gerði í gær hafi verið skólabókardæmi um góðverk dagsins. Að vísu þurfti Þórunn að draga mig af stað í ‘góðverkið’ en engu að síður, var víst mitt góðverk. Þannig er mál með vexti að í stigaganginum hjá okkur býr mikið af gömlu fólki. Og það vildi svo til að í gær, þegar Þórunn var á leið með þvott í þvottahúsið, þá hittir hún eina af gömlu konunum í stigaganginum sem var í einhverjum vandræðum með rafmagnsinnstungurnar sínar. Hún, að sjálfsögðu, bauðst til að kalla til Ofur-Ladda til aðstoðar…

OK, það skal viðurkennast að ég var ekki að nenna að fara niður og hjálpa til. En þar sem Þórunn hefur einstaklega góðan sannfæringarmátt þá náði hún að tala mig til. Ég lúskraðist semsagt niður til að hjálpa greyið konunni. Þegar þangað er komið þá kemur í ljós að vandamálið er það að hún er með gigt og hálf lömuð í annarri höndinni og það sem hún var að vandræðast með var að koma innstungum inn í klærnar í veggnum. Og þar sem hennar innstungur voru greinilega svolítið stífar þá gekk þetta erfiðlega hjá henni en var auðvitað bara barnaleikur fyrir Ofur-Ladda. Og hvað var svo það sem gamla konan vildi nú setja í samband? Jú, það var rafmagnsofn!

Þannig að ekki nóg með að ég hafi gert þetta líka fína góðverk þá held ég svei mér þá að með því hafi ég bjargað lífi greyið konunnar því íbúðin hennar var farin að verða heldur köld. Og ef ekki hefði verið fyrir ofurkrafta Ofur-Ladda, þá er alls ekki víst að hún hefði lifað af frosthörkurnar sem veturnir í Kaupmannahöfn bjóða uppá… 😉

Auglýsingar

3 responses to “Eitt sinn skáti…”

  1. Jonathan Gerlach says :

    „ohhhh … and the stories that you tell? I wanna party with you man!“

  2. Anonymous says :

    best regards, nice info » »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: