…and no TV makes Laddi go crazy!!!

Dagurinn í gær byrjaði alveg stórglæsilega. Settist við tölvuna og ætlaði að byrja að vinna en komst þá að því að netið var úti. Við nánari eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að það var ekki bara netið heldur líka síminn og sjónvarpið. Þjónustuaðilinn minn (sem sér mér fyrir öllu þrennu) hafði semsagt lent í einhverjum rafmagnsvandræðum og ég varð því bara að bíða rólegur þangað til það yrði leyst. Þremur tímum síðar datt þetta svo í gang. Eða það hélt ég…

Í gærkvöldi ætlaði ég að setjast fyrir framan sjónvarpið og glápa á eitthvað skemmtilegt. En það virtist vera alveg sama hvaða stöð ég kveikti á, fékk ekkert nema bara gamla góða drauginn. Gangverkið í heilanum fór á flug og eftir smá umhugsun rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði ákveðið í haust að skipta um þjónustuaðila á sjónkanum, hafði pantað nýtt (sem var svo aldrei tengt af einhverjum orsökum) og sagt upp því sem ég var með. Þetta átti allt að taka gildi um miðjan október en þar sem hvorugt gerðist, þ.e. þetta nýja tengt og því gamla sagt upp, þá ákvað ég bara að láta kyrrt liggja og gera ekkert í málinu. Svo gengur nýtt ár í garð og gamla fyrirtækið hefur greinilega ákveðið að hreinsa til hjá sér og slekkur þá (að sjálfsögðu) á minni sjónvarpstengingu! 😀

Þannig að ég í dag bíður mín það skemmtilega verkefni að panta sjónvarpið aftur, vona að það taki ekki þessar klassísku 4-6 vikur þeirra Dana að fá það í gegn… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: