Back in the D.D.D.K.

Alltaf er nú jafn ljúft að vera kominn til Kaupmannahafnar aftur! Betra veður, ódýrara að versla (í matinn), engar langar og leiðinlegar bílferðir og mjúkt og þægilegt rúm!!! Svefnsófinn hjá tengdó er svosem sæmilegur, en eftir tvær vikur þá er bakið (og þolinmæðin) alveg búið…

Kláraði að lesa V for Vendetta í gær. Þvílík endemis snilld sem þessi bók er!!! Nokkuð ljóst að myndin (sem er væntanleg í mars) er efst á must-see listanum hjá mér þessa stundina. Mæli eindregið með þessari lesningu…

Við Jonni ætlum svo að skella okkur á O’Learys á eftir og horfa á Arsenal vs. Manchester United. Er þegar kominn í gallann og vona auðvitað að mínir menn sæki sigur á Highbury. Annars getur auðvitað allt gerst í þessum leikjum, heppilega eru Arsenal búnir að vera slappir undanfarið. Sætti mig við ekkert minna en þrjú stig og að minnsta kosti tvö rauð spjöld!

Á náttborðinu: The Chronicles of Narnia e. C.S. Lewis
Í eyrunum: Mezzanine m. Massive Attack
Í augunum: House, M.D. Alltaf gaman af Hugh Laurie!
Á bakinu: United treyjan, númerslaus…

Áfram United!!!

Auglýsingar

One response to “Back in the D.D.D.K.”

  1. Skaffen-Amtiskaw says :

    Hvar værir þú eiginlega staddur drengur ef maður sæi ekki um að ala þig upp, bókmenntalega séð 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: