Litið um axlir…

Við upphaf nýs árs er yfirleitt venjan að líta um öxl og fara yfir það sem markvert taldist á árinu sem var að líða. Ákvað því að setja saman smá lista (sem er þó engan veginn raðaður eftir mikilvægi og/eða eftirminnilegheitum):

  • United skitu upp á bak í Meistaradeildinni og í ensku deildinni (þ.e. tímabilið 2004-2005).
  • Mér tókst loksins að koma upp borðstofuljósi, með MIKILLI hjálp frá Runa félaga þó…
  • Ég hafði það loksins af að ganga endanlega út, kvenfólki heimsins til mikillar gleði.
  • Í kjölfarið eignaðist ég tvær hreint ágætar mágkonur og í kaupbæti tengdaforeldra.
  • FC Ísland hafði það af, þriðja árið í röð, að vinna sig upp um deild í fótboltanum og í handboltanum var það sama uppi á teningnum, Áfram FC Ísland!
  • Ég bætti þriðju heimsálfunni í safn þeirra heimsálfa sem ég hef heimsótt. Three down, four to go…
  • Bæði Jonni og Runi (og fylgifiskar þeirra að sjálfsögðu) fluttu til Kaupmannahafnar til þess eins að ég hefði fleiri leikfélaga.
  • Ég hafði það af, annað árið í röð, að komast hjá því að mála ofnana 😉

Besta jólagjöfin: Flíspeysan frá Þórunni 🙂
Áramótaheitið: Reyna að drattast til að setja inn fleiri færslur, allavega einu sinni í mánuði (tjah, eða ári bara)
Eyrnakonfektið: Fisherman’s Woman m. Emilíönu Torrini, meistarastykki þar á ferð…
Þáttasnilldin: Firefly, synd og skömm að Fox skuli ekki hafa áttað sig á snilldinni…

Gleðilegt ár!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: