…og meira af sænskum kjötbollum!

Mér finnst sænskar kjötbollur alveg svakalega góðar! Sérstaklega finnst mér góðar sænsku kjötbollurnar sem maður getur fengið í ‘mötuneytinu’ í IKEA. Eini gallinn er að þá þarf maður actually að fara í IKEA…

Jonni félagi hafði einhvern tímann á orði að maður eyddi sennilega 20% af ævinni í IKEA. Miðað við eigin reynslu þá held ég að þetta sé nokkuð nærri lagi, ef ekki bara vanáætlað. Ferð í IKEA er alltaf allur dagurinn og jafnvel meira ef maður fær ekki allt sem maður ætlar að kaupa…

Við hjónin fórum semsagt í IKEA í gær því okkur vantaði, aðallega, hillur í geymsluna sem var orðin svo stútfull af drasli að það var ekki hægt að komast þangað inn lengur (er 1,86 m2 og 4,65 m3 (svona gróflega áætlað) þannig að plássið var ekki mikið fyrir) og svo eitthvað annað smálegt (skiptir í raun engu máli). Það sem gerist svo alltaf er að þetta tekur bara endalausan tíma! Við vorum að fara að kaupa afskaplega fáa hluti og hefðum þá (eðlilega) átt að vera snögg að þessu, but NO!!! Fyrir það fyrsta eru búðirnar endalaust stórar og maður neyðist (nánast) til að labba í gegnum allt (í gegnum mannþröng nota bene) bara til að komast í það sem maður ætlar að skoða/kaupa. Í annan stað er mjög lítið af starfsfólki til að aðstoða mann ef maður þarf hjálp og ef maður slysast til að fá hjálp þá er hún af ákaflega skornum skammti (þeir græða nefnilega á því að láta kúnnan gera allt sjálfan). Í þriðja lagi er svo yfirleitt það sem þú ætlar svo að kaupa (og ert búinn að finna eftir langa mæðu) yfirleitt uppselt þegar þú ferð í ‘Sæktu-það-sjálfur’ hluta verslurinnar! Og svo til að toppa það eru auðvitað endalaust langar raðir því að það eru fáir mjög kassar og mjög margir kúnnar (framboð og eftirspurn einhver?!?).

Semsagt, þessi ferð í IKEA ‘kostaði’ okkur rúmlega sex tíma af okkar lífi, tími sem mér finnst IKEA skulda mér að hluta. Heppilega fyrir þá er dótið sem maður kaupir hjá þeim ódýrt…

Auglýsingar

4 responses to “…og meira af sænskum kjötbollum!”

 1. Skaffen-Amtiskaw says :

  Farðu bara í IKEA aftur og þvældust um þar, truflaðu starfsfólkið og feldu hluti, án þess þó að kaupa neitt. Þá ættirðu að vera búinn að fá aftur þennan tíma þinn frá þeim 🙂

 2. Sólveig "mágkona" says :

  Skemmtilegt að sjá þig vitna í ´hjónin´…Svo fæ ég að koma og sjá hvort þið hafið eitthvað breyst eftir giftinguna.

 3. Sigrídur mágkona says :

  Hey! Hvurnin væri nú ad skella sossum eins og nokkrum myndum á tæknilegu myndasíduna ykkar. Thad væri fandme dejligt, mand!

 4. Anonymous says :

  Very cool design! Useful information. Go on! » » »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: