Danskt dynamit…

Djöfull geta Danir farið í taugarnar á mér!!! OK, kannski ekki allir Danir, bara sumir. OK, ég er kannski bara að tala um danska dómara sem dæma leiki hjá IF Guðrúnu (óháð íþrótt auðvitað)…

Lentum í einu dæmigerðu atviki á laugardaginn. Síðasti leikurinn í deildinni (sem við erum löngu búnir að vinna btw) og allir í góðum fíling. Leikur sem skipti engu máli því hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa. Vorum að spila skelfilega illa (sem þýðir að við vorum ekki komnir 2-3 mörkum yfir eftir 20 mín) og vorum í mesta basli með þessa annars ágætu drengi í Discipline D. (liðið sem við vorum að spila við). Komumst þó yfir eftir hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik, kannski ósanngjarnt því hinir voru búnir að vera hættulegri. Svo byrjaði dómarinn að láta til sín taka…

Framherjinn okkar (Gummi center) lenti í samstuði við markvörðinn þeirra sem var víst ekki par sáttur við það og fór eitthvað að æsa sig. Dómarinn hljóp til hans til að róa hann niður og bætti við að það væri betra að halda sig á mottunni því að, orðrétt: „Þessir Íslendingar fara alltaf að slást ef það er eitthvað vesen“. Veit ekki alveg hvað hann meinti með þessu, það hefur aldrei komið fyrir að FC Ísland (knattspyrnudeild IF Guðrúnar heitir það opinberlega) hafi lent í slagsmálum í knattspyrnuleik í Danmörku…

Allavega, leikurinn heldur áfram og í seinni hálfleik ná þeir að jafna og komast svo yfir (verðskuldað). Við blásum auðvitað til stórsóknar og verðum nokkuð æstir í að jafna. Svo æstir að Jói útherji tekur sig til og brýtur gróflega á einum Dananum og uppsker (sennilega verðskuldað) rautt spjald fyrir. Hann er að sjálfsögðu ekki sáttur við það (enda blóðheitur Íslendingur sem fer alltaf að slást þegar eitthvað kemur uppá) en fellst að lokum á málavöxtu og fer útaf vellinum. Nei, dómaranum finnst að það sé ekki nóg refsing og vill að hann yfirgefi svæðið líka! Jói er nú ekki á því að hann hafi rétt til þess að reka hann heim, hann sé búinn að yfirgefa völlinn og það sé nóg. Og hvað gerir dómarinn þá? Jú, hann auðvitað flautar bara leikinn af því að (and I qoute) við vorum að ‘ógna’ honum og það geti hann ekki sætt sig við. Leikurinn dæmist tapaður 3-0 (sem skiptir engu máli í sjálfu sér) bara vegna þess að dómarinn er fífl…

Að sjálfsögðu verður þessu áfrýjað til Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna (tjah, eða kannski bara til knattspyrnusambandsins), svona lagað skal enginn danskur dómari komast upp með gagnvart íslensku stórstjörnunum í FC Ísland!

Auglýsingar

2 responses to “Danskt dynamit…”

  1. Anna B. C. says :

    Danir eru sannarlega ekkert ánægðir með að við Íslendingar skulum vera stolt/ir af að vera Íslendingar!
    Þetta er fullyrðing, ekki skoðun.
    Svo áfram Guðrún, haltu uppi heiðri okkar, niður með dómarann! 😉

  2. leynilegur addáandi says :

    Thorhallur. Á eg ad trua thvi ad eiginkona thin haldi ther fra bloggheimum!!!!! (whipped…..)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: